Um okkur

Um Raftækjasöluna

Raftækjasalan ehf var stofnuð árið 1941 af Jóni Á. Bjarnasyni rafmagnsverkfræðingi og félögum hans. Fyrirtækið tók við rekstri Raftækjaeinkasölu Ríkisins, sem hafði þá starfað um árabil. Á þessum tíma var stefna stjórnvalda að tryggja landsmönnum áreiðanleg tæki og góða þjónustu á sviði raftækja.

Á meðal ríkisfyrirtækja sem störfuðu á þessum tíma voru Viðtækjaverslun Ríkisins, Raftækjaeinkasala Ríkisins, Landssmiðjan, Áfengisverslun Ríkisins og Síldarverksmiðjur Ríkisins. Markmið hins nýja fyrirtækis var að sinna innflutningi og sölu á fjölbreyttum rafbúnaði, líkt og Raftækjaeinkasalan hafði gert áður. Raftækjasalan keypti allan lager ríkisfyrirtækisins og tók við söluumboðum fyrir margar af þeim vörum sem áður höfðu verið í einkasölunni, auk þess sem nýjar vörur bættust við vöruúrvalið.

Fyrirtækið hafði skrifstofur fyrst á Tryggvagötu 28, þar sem Raftækjaeinkasalan hafði einnig verið til húsa, síðar á Vesturgötu 17 og vörugeymslur í Hafnarhúsinu. Starfsmannafjöldi var yfirleitt á bilinu 6-10 manns. Raftækjasalan þjónustaði bæði verktaka og almenning með sölu og þjónustu á rafbúnaði og raflagnaefni. Meðal þekktra vara má nefna BTH þvottavélar, sem urðu víðfrægar eftir seinni heimsstyrjöldina, auk jarðstrengja, víra, kapla, vindrafstöðva, rafmagnsröra úr járni, fittings og dósir, strauvéla, mælitækja, röntgentækja og fleira. Jón Á. Bjarnason var jafnframt virkur raflagnahönnuður og má víða sjá verk hans í stórbyggingum.

Rekstur fyrirtækisins dróst saman vegna heilsubrests Jóns Á. Bjarnasonar, en Halldór Jónsson verkfræðingur, sonur hans, hélt áfram ýmsum innflutningi og þjónustu við orkuveitur til ársins 2007. Þá tók þriðji ættliðurinn við rekstrinum.

Frá þeim tíma hefur Raftækjasalan ehf aðallega sérhæft sig í rafverktöku við nýlagnir og raflagnir í eldri húsnæði, með áherslu á viðhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki. Fyrirtækið hefur þjónustusamninga við mörg virt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og hefur starfsmannafjöldi farið upp í 18 þegar mest var. Þrátt fyrir samdrátt í byggingastarfsemi hefur Raftækjasalan ehf staðið af sér kreppur og aldrei orðið verkefnalaus, sem endurspeglar styrk og áreiðanleika fyrirtækisins.

Image
Image
Image

Starfsfólk

Pétur H Halldórsson
Pétur H Halldórsson Rafvirkjameistari. Framkvæmdastjóri/eigandipetur@raftaekjasalan.is
856-0090

S

Karen Elísabet Halldórsdóttir
Karen Elísabet Halldórsdóttir Skrifstofustjóri, Bókhald, Reikningar karen@raftaekjasalan.is
694-1418

S

Jón Ágúst Pétursson
Jón Ágúst Pétursson Rafvirkjameistari. Verkstjóri, Rafvirki, Eigandi.jon@raftaekjasalan.is
856-0091

S

Halldór Ingi Pétursson
Halldór Ingi Pétursson Rafvirkjameistari. Rafvirki, Eigandi Halldor187@gmail.com
856-0093

Okkar viðskiptavinir

Client 1
Client 2
Client 3
Client 4
Client 5
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6