Sagan

Raftækjasalan ehf var stofnuð árið 1941 af afa mínum Jóni Á Bjarnason, rafmagnsverkfræðingi, og félögum hans. Fyrirtækið tók yfir rekstur Raftækjaeinkasölu Ríkisins sem þá hafði starfað um ára bil. En þá hafði verið uppi sú stefna að ríkið tryggði landsmönnum best áreiðanleg tæki og þjónustu.

Þá störfuðu hér Viðtækjaverslun Ríkisins , Raftækjaeinkasala Ríkisins, Landssmiðjan, Áfengisverslun Ríkisins, Síldarverksmiðjur Ríkisins og fleira í þeim dúr.

Tilgangur hins nýja fyrirtækis var að sinna innflutningi og sölu á rafbúnaði hverskonar svo sem verið hafði á sviði Raftækjaeinkasölunnar. og keypti hið nýja fyrirtæki allan lager ríkisfyrirtækisins. Mörgum af þeim vörum sem verslað hafði verið með í einkasölunni tók nýja fyrirtækið við söluumboði á og aðrar bættust í hópinn.

Raftækjasalan hafði lengi skrifstofur sínar fyrst í Tryggvagötu 28 þar sem Raftækjaeinkasalan hafði einnig verið, síðan að Vesturgötu 17 og hafði jafnframt vörugeymslur í Hafnarhúsinu. Störfuðu þar lengi um 6-10 starfsmenn. , Raftækjasalan sinnti um árabil þörfum verktaka og almennings með sölu og þjónustu á vörum tengdum rafbúnaði og raflagnaefnis. Má nefna BTH þvottavélar sem urðu víðfrægt heimilisgagn um allt land eftir eimstyrjöldina síðari. Ennfremur seldi fyrirækið mikið af jarðstrengjum, vírum og köplum, vindrafstöðvar , rafmagnsrör úr járni, fittings og dósir, strauvélar, mælitæki, röntgentæki og margt fleira.Jón Á.Bjarnason var einnig mikilvirkur raflagnahönnuður og sér víða til verka hans við margar stórbyggingar.

Hlé varð á rekstri Raftækjasölunnar við heilsubrest Jóns á Bjarnason og var reksturinn í lægð í nokkur ár að mestu leyti þó að Halldór Jónsson verkfræðingur, sonur hans og faðir minn, sinnti ýmsum innflutningi og þjónustu við orkuveitur til ársins 2007. En þá eignast ég fyrirtækið sem þriðji ættliður við starfsemi þess.

Frá þeim tíma hefur fyrirtækið aðallega sinnt rafverktöku í nýlögnum sem og raflögnum í eldri húsnæði, þó mest hefi verið um viðhaldsþjónustu við fyritæki og er fyrirtækið með þjónustusamninga við mörg mjög virt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Hefur starfsmannafjöldi farið upp í 18 manns þegar mest var en öll byggingastarfsemi hefur dregist mög saman síðan þá. En fyrirtækið hefur þraukað kreppuna og aldrei orðið verkefnalaust sem segir sína sögu.

Image
Image
Image
Pétur H Halldórsson
Pétur H Halldórsson rafvirkjameistari framkvæmdastjóri/eigandipetur@raftaekjasalan.is
856-0090
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Karen Elísabet Halldórsdóttir Skrifstofustjóri, bókhald, reikningar karen@raftaekjasalan.is
694-1418
Jón Ágúst Pétursson
Jón Ágúst Pétursson Rafvirki, verkstjóri, eigandi jon@raftaekjasalan.is
856-0091
Halldór Ingi Pétursson
Halldór Ingi Pétursson Rafvirki, eigandi Halldor187@gmail.com
856-0093
Stefán Ingi Ómarsson
Stefán Ingi ÓmarssonRafvirkistefaningi8@gmail.com
775--6945
Rafvirki
starfsmaðurRafvirkixxxx@gmail.com
Sími
nafnRafvirki
Sím

Okkar viðskiptavinir

Client 1
Client 2
Client 3
Client 4
Client 5
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6
Client 6